0

The shopping cart is empty.

Book Now

Jöklaganga á Sólheimajökli


Certified Operator     Tour Operator: Icelandic Mountain Guides / Arcanum     2h 30m     Travel method: Self-Drive     Region: Ferðasumarið Mikla

Þessi jöklaganga hefst við jöklagöngumiðstöð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna við Sólheimajökul. Þar fá allir þann öryggisbúnað sem þarf til ferðarinnar og síðan er haldið af stað að jöklinum. Gangan að jöklinum tekur um 20 mínútur en þar er gengið yfir land sem hefur verið að koma undan jöklinum á undanförnum árum. En jökulinn hefur verið að hopa að meðaltali um 55 metra síðustu 20 ár eða svo.

Þegar komið er að Sólheimajökli eru broddarnir spenntir á skóna og farið yfir notkun á öryggisbúnaði og öryggisreglum í ferðinni. Síðan er haldið á jökulinn. Athyglin er á svæðinu fremst á jöklinum þar sem finna má sprungur, svelgi, jökuldríli og fleiri skemmtilega og áhugaverðar ísmyndanir. 

Sólheimajökull er frábær staður til að fræðast um jökla, þar sem hann breytist hratt frá degi til dags. En hann er líka frábær staður til að fræðast um samspil jökla og eldfjalla en eldjfallið Katla er skammt undan og hefur hún í gegnum aldirnar mótað þetta svæði. 

Eftir að komið er niður af jöklinum er haldið til baka í jöklagöngumiðstöðina.

Aldurstakmark: 8 ára

Ferðin hentar fólki við góða heilsu

Best price guarantee
No hidden costs
Minimum age: 8 years
Difficulty: EasyWhat is included

  • Leiðsögn
  • Mannbroddar
  • Hjálmur
  • Belti
  • Ísöxi

Important information

  • Hlý föt
  • Regnfatnað
  • Gönguskór
  Meeting Point Information

Sólheimajökull parking lot

Choose Date of Travel
Best price guarantee